Má ekki heita Einars

Skírnarfontur.
Skírnarfontur. Rax / Ragnar Axelsson

Nöfnin Dúnn, Elly, Jovina, Þinur, Laugi og Vagnfríður hafa öll verið samþykkt af Mannanafanefnd og verða færð á mannanafnaskrá. Nafnið Einars sem millinafn hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarmanna og var beiðni um það hafnað.

Í úrskurði nefndarinnar um nafnið Einars segir að það uppfylli ekki þau skilyrði laga þar sem segir að ekki sé heimilt að bera sem millinafn nafn sem unnið hefur sér hefð sem eiginnafn. Nafnið Einars sé eignarfallsmynd af eiginnafninu Einar.

Í lögunum segir þó að þrátt fyrir framangreint þá sé eiginnafn foreldris í eignarfalli heimilt sem millinafn. Því skilyrði sé þó ekki fullnægt í þessu máli. Því var beiðninni hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert