Má ekki heita Einars

Skírnarfontur.
Skírnarfontur. Rax / Ragnar Axelsson

Nöfn­in Dúnn, Elly, Jovina, Þinur, Laugi og Vagn­fríður hafa öll verið samþykkt af Mannanafa­nefnd og verða færð á manna­nafna­skrá. Nafnið Ein­ars sem milli­nafn hlaut hins veg­ar ekki náð fyr­ir aug­um nefnd­ar­manna og var beiðni um það hafnað.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar um nafnið Ein­ars seg­ir að það upp­fylli ekki þau skil­yrði laga þar sem seg­ir að ekki sé heim­ilt að bera sem milli­nafn nafn sem unnið hef­ur sér hefð sem eig­in­nafn. Nafnið Ein­ars sé eign­ar­falls­mynd af eig­in­nafn­inu Ein­ar.

Í lög­un­um seg­ir þó að þrátt fyr­ir fram­an­greint þá sé eig­in­nafn for­eldr­is í eign­ar­falli heim­ilt sem milli­nafn. Því skil­yrði sé þó ekki full­nægt í þessu máli. Því var beiðninni hafnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert