Olía lækkar í verði

Olíuverðið sveiflast upp og niður. Nú hefur óróinn á evrusvæðinu …
Olíuverðið sveiflast upp og niður. Nú hefur óróinn á evrusvæðinu áhrif á verðið. mbl.is/Árni Sæberg

Heims­markaðsverð á olíu hef­ur lækkað lít­il­lega í dag vegna óró­ans á evru­svæðinu. Verð á Norður­sjávar­ol­íu lækkaði um 1,89 banda­ríkja­dali eða niður í 110,97 dali. Jafn­gild­ir lækk­un­in 1,75%.

Í kaup­höll­inni í New York hef­ur verðið lækkað um 1,22 dali eða niður í 86,02 dali. Jafn­gild­ir lækk­un­in 1,4%.

Hafa upp­lýs­ing­ar um bætta birgðastöðu og minni notk­un einnig haft áhrif til lækk­un­ar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert