Jarðskjálftahrina var í norðanverðri öskju Kötlu í nótt og var stærsti skjálftinn tæplega þrjú stig. Hefur dregið úr virkninni í morgun og í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bendir þó ekkert til þess að meiri virkni sé í vændum.
Virknin jókst um og í hlaupinu í Múlakvísl í byrjun júlí og hefur hún verið viðvarandi síðan. Stærsti skjálftinn í nótt átti sér stað þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fjögur, hann varð austur af Goðabungu. Fylgdu einhverjir skjálftar í kjölfarið en annars hefur dregið aftur úr virkninni frá því þá.