Svifryk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið yfir heilsuverndarmörkum seinnipartinn í dag. Ekki er um að ræða öskufok heldur er sandur og þurr leir að berast frá þurrum svæðum við Langjökul. Því má búast við að styrkur svifryks (PM10) fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk í dag. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu því að taka tillit til aðstæðna.
Seinnipart dags hefur hálftímagildi í Grensásstöðinni verið rúmlega 200 míkrógrömm á rúmmetra, en meðaltal frá miðnætti er 37,8. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við að vind lægi á morgun og ætti þá fokið að minnka.
Mistur var yfir borginni um helgina en styrkur svifryks (PM10) fór ekki yfir heilsuverndarmörk sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.