Undirbúa hópmálsókn gegn Björgólfi

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans. mbl.is/Hjörtur

Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem kemur fram að fyrrum hluthafar í Landsbankanum vinni nú að undirbúningi vitnamáls gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, fyrrum eiganda bankans.

Ólafur Kristinsson lögmaður er skráður fyrir auglýsingunni. Segir þar að hluthafar tæplega 3% hlutafjár Landsbankans fyrir fall bankans hafi staðfest stuðning sinn við málið og væntanlegur rekstur þess hafi þegar verið fjármagnaður.

Í texta hennar segir að opinberlega hafi komið fram að lánveitingar til Björgólfs Thors hafi verið langt umfram lögbundnar heimildir á fjármálamarkaði. Einnig veki viðskipti náinna samstarfsmanna Björgólfs Thors með óbeina eignarhluti í Landsbankanum spurningar um skilgreiningar hans sem ótengds aðila. Markmið vitnamáls á hendur Björgólfi Thor sé að afla frekari upplýsingar um viðskipti, lánveitingar og skilgreinda stöðu hans innan bankans og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort höfðað verði skaðabótamál á hendur honum.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert