Barn á reiðhjóli varð fyrir bíl á gatnamótum Hverfisgötu, Öldugötu og Lækjargötu í Hafnarfirði um klukkan hálf þrjú í dag. Barnið slapp með minniháttar meiðsli.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru líkur á því að barnið hafi þverað götuna, gegn rauðu ljósi.