Bíður eftir handaágræðslu

Guðmundur Felix Grétarsson bíður nú eftir að fara í aðgerð þar sem handleggir verða græddir á hann við öxl. Aðgerðin sem mun fara fram í Lyon í Frakklandi verður sú fyrsta sinnar tegundar og ætti því að vekja mikla athygli þegar hún verður framkvæmd á næsta ári.

Aðgerðin er dýr og síðan tekur við tveggja ára endurhæfingarferli, Guðmundur gerir ráð fyrir að kostnaður verði á milli 30 og 40 milljónir en hann þarf sjálfur að borga aðgerðina þar sem hún flokkast sem tilraunaaðgerð. Hann hefur því hafið söfnun til að standa straum af öllu saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert