Evran sterkari en krónan

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Þrátt fyr­ir viðsjár á evru­svæðinu á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur evr­an sýnt svo ekki verður um villst að hún er stöðugri gjald­miðill en ís­lenska krón­an. Þetta er mat Helga Hjörv­ars, for­manns efna­hags- og skatta­nefnd­ar.

Til­efni um­mæl­anna var fyr­ir­spurn Pét­urs H. Blön­dals, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um hvernig stjórn­völd myndu bregðast við svipt­ing­um á evru­svæðinu. Vísaði Pét­ur þá sér­stak­lega til umræðu um að Grikk­land stefni í þjóðar­gjaldþrot og kunni í kjöl­farið að yf­ir­gefa evru­svæðið.

Svaraði Helgi fyr­ir­spurn­inni með því að vísa í styrk evr­unn­ar. Það hefði auðvitað efna­hags­leg áhrif á Íslandi ef breyt­ing­ar yrðu í gjald­miðlamál­um Evr­ópu, mik­il­væg­asta markaðssvæðis ís­lenskra út­flutn­ings­fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert