Taka verður tillit til erfiðrar stöðu Landspítalans við gerð næstu fjárlaga, að mati Þuríðar Backman, formanns heilbrigðisnefndar. Þuríður lýsti yfir þessari skoðun sinni í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í morgun.
Þá sagði Þuríður að taka yrði fyrir frestun á gildistöku laga um Sjúkratryggingar Íslands.
Kom ekki fram í máli Þuríðar hvaða upphæða væri horft til.
Fyrr í morgun lýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, því yfir að endurskoða bæri fyrirhuguðan niðurskurð í heilbrigðismálum á norðausturhorni landsins.
Vísaði Sigmundur Ernir meðal annars til erfiðra samgangna í landshlutanum.