Náttúran í fyrirrúmi

Þessi nafnlausi foss í Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls …
Þessi nafnlausi foss í Bláfjallakvísl á syðri Fjallabaksleið austan Mýrdalsjökuls skartaði sínu fegursta þegar ljósmyndari átti leið þar um. Rax / Ragnar Axelsson

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur á föstudaginn kemur, 16. september. Efnt verður m.a. til ráðstefnu um samgönguhljólreiðar, sýninga, hádegisgöngu, vinnu við endurbætur, hátíðarsamkomu og Líf- og umhverfisvísindastofnun verður sett á fót við Háskóla Íslands, svo nokkuð sé nefnt.  

Lesa má dagskrá Dags íslenskrar náttúru á vef umhverfisráðuneytisins. Þar kemur fram að dagurinn verður haldinn  hátíðlegur með ýmsum viðburðum víða um land.

Dagur íslenskrar náttúru - dagskrá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert