Dregið hefur úr vindi á Suðurlandi í dag og er ágætisskyggni víða þar. Mesta öskufokið er í kringum Kirkjubæjarklaustur en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu á vindurinn að ganga frekar niður í kvöld og nótt og á fimmtudag er spáð rigningu.
Í morgun náði Jón G. Sigurðsson, flugmaður Atlantsflugs, myndum af gríðarlegum öskustormi við Grímsvötn sem blés í suðvestur. Sagði hann storminn vera þann mesta sem hann hefði séð í sínum flugferðum.
Á gervihnattamynd sem tekin var í dag sést glöggt gríðarlegt umfang öskufoksins yfir Suðurlandi í dag.