Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Íslendingar muni ekki breyta reglum, stofnunum eða lögum áður en vilyrði fæst úr þjóðaratkvæðagreiðslu um að samþykkja samning um að ganga í ESB.
Hann segir jafnframt engan bilbug vera að finna á samninganefnd Íslands og er sannfærður um að hægt sé að ná góðum samningum fyrir Íslands hönd þar sem sérstaða landsins sé tekin til greina.