Segir trúnaðinn fyrir bí

Á álverslóðinni við Helguvík.
Á álverslóðinni við Helguvík. mbl.is/Golli

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, segir ljóst að þær seinkanir sem hafi orðið á framkvæmdum í Helguvík megi rekja til fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, sem hafi verið að plotta á bak við tjöldin.

Vísar hann þar til frétta Morgunblaðsins af aðdraganda kaupa Magma Energy Sweden A.B. á hlut HS Orku.

„Fjármálaráðherra er að leggja að því fyrirtæki að finna sér aðra samstarfsaðila. Með því er verið að fara á bak við okkur því við höfum treyst á að HS Orka komi sterk inn með orku fyrir álverið. Það hefur alltaf staðið til og við treystum því ennþá.“

„Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með stöðuna á ríkisstjórnarheimilinu er varðar Suðurnes. Það virðist vera alveg sama hvaða mál koma upp varðandi okkur, þau eru öll stöðvuð,“ segir Ásmundur. Sá trúnaður sem var, og var þó aldrei mikill, sé fyrir bí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert