Segir trúnaðinn fyrir bí

Á álverslóðinni við Helguvík.
Á álverslóðinni við Helguvík. mbl.is/Golli

Ásmund­ur Friðriks­son, bæj­ar­stjóri í Garði, seg­ir ljóst að þær seinkan­ir sem hafi orðið á fram­kvæmd­um í Helgu­vík megi rekja til fjár­málaráðherra, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sem hafi verið að plotta á bak við tjöld­in.

Vís­ar hann þar til frétta Morg­un­blaðsins af aðdrag­anda kaupa Magma Energy Sweden A.B. á hlut HS Orku.

„Fjár­málaráðherra er að leggja að því fyr­ir­tæki að finna sér aðra sam­starfsaðila. Með því er verið að fara á bak við okk­ur því við höf­um treyst á að HS Orka komi sterk inn með orku fyr­ir ál­verið. Það hef­ur alltaf staðið til og við treyst­um því ennþá.“

„Við höf­um orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum með stöðuna á rík­is­stjórn­ar­heim­il­inu er varðar Suður­nes. Það virðist vera al­veg sama hvaða mál koma upp varðandi okk­ur, þau eru öll stöðvuð,“ seg­ir Ásmund­ur. Sá trúnaður sem var, og var þó aldrei mik­ill, sé fyr­ir bí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert