Skoðað að stofna ríkisolíufélag

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Iðnaðarráðuneytið skoðar hvort hagkvæmt sé að stofna ríkisolíufélag, sem taki þátt í rannsóknum og vinnslu á Drekasvæðinu svonefnda.

Þórður Reynisson, lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu, sagði í fréttum RÚV, að verið væri að kanna hvort hagkvæmt sé að stofna félag, sem myndi geta komið inn í rannsóknarleyfi sem þátttakandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert