Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þjóðhagsreikningur síðasta árs sýni svo ekki verði um villst að staðan í ríkisfjármálum sé grafalvarleg og að lítill árangur hafi náðst við að koma böndum á vandann undanfarin ár.
Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni, að sú staðreynd að fjárlagahallinn hafi verið að meðaltali 150 milljarðar undanfarin þrjú ár staðfesti það.
Fjárlagahalli ríkissjóðs í fyrra var mun meiri en gert var ráð fyrir í efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. Hallarekstur ríkisins jókst jafnframt frá árinu 2009 þvert á markmið efnahagsáætlunarinnar.
Samkvæmt þjóðhagsreikningi Hagstofunnar nam fjárlagahalli ríkissjóðs í fyrra 144 milljörðum eða sem nemur 9,3% af landsframleiðslu. Fjárlögin í fyrra gerðu ráð fyrir 5% halla.