Bjór fyrir ummæli Steingríms

Huginn Freyr Þorsteinsson.
Huginn Freyr Þorsteinsson. mbl.is

Hug­inn Freyr Þor­steins­son, heim­spek­ing­ur og aðstoðarmaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra, býður þeim kassa af bjór sem get­ur bent á viðtal þar sem ráðherr­ann á að hafa rætt fram­göngu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, í Ices­a­ve-deil­unni.

Hug­inn Freyr kem­ur þessu á fram­færi á Face­book-síðu sinni en þar skrif­ar hann orðrétt:

„Get­ur ein­hver bent mér á um­mæli fjár­málaráðherra þar sem svo mikið er minnst á þenn­an mann í sam­hengi við Ices­a­ve?“

Þegar ábend­ing­ar létu á sér standa bætti Hug­inn Freyr svo við síðar í gær:

„Hef ekki fengið eina ábend­ingu um um­mæli fjár­málaráðherra um for­set­ann og Ices­a­ve. Best að aug­lýsa fund­ar­laun­in. Kassi af Kalda fyr­ir þann fund­vísa.“

Ekki náðist í Stein­grím í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka