Bragi efstur á NM öldunga

Bragi Halldórsson og Friðrik Ólafsson.
Bragi Halldórsson og Friðrik Ólafsson.

Bragi Hall­dórs­son er efst­ur á Norður­landa­móti öld­unga í skák ásamt finnska stór­meist­ar­an­um Yrjo Rantan­en, Dön­un­um Jorn Sloth og Bent Sör­en­sen, og Norðmann­in­um Per Ofstad. Bar Bragi sigur­orð af Jó­hanni Erni Sig­ur­jóns­syni í fimmtu um­ferð móts­ins sem fram fór í dag. 

Á vef Skák­sam­bands Íslands seg­ir að Friðrik Ólafs­son hafi fengið mjög væn­legt tafl gegn Rantan­en en yf­ir­sést skemmti­leg bisk­ups­fórn sem hefði gefið hon­um yf­ir­burðatafl. Friðrik og Gunn­ar Gunn­ars­son eru í 6.-10. sæti með 3½ vinn­ing.

Sjötta um­ferð fer fram á morg­un og hefst klukk­an 14:00. Þá mæt­ast m.a.: Rantan­en - Sör­en­sen, Ofstad - Sloth, Bragi - Malmd­in, Gunn­ar - Friðrik og Wester­in­en - Jón Þ. Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert