Greidd skuld glatað fé?

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, birt­ir á vef sín­um í dag bréf frá ónafn­greind­um manni, sem seg­ist hafa borgað um 14 millj­ón­ir af hús­næðislán­um síðustu þrjú ár.

Ná­granni hans hafi hins veg­ar hætt að borga af sín­um lán­um strax eft­ir hrun og banki hans bjóði hon­um nú gull og græna skóga vilji hann byrja að borga á ný.

Þegar ástandið var verst borguðum við hjón­in upp und­ir 400 þúsund kr. á mánuði fyr­ir hús­næði. Og tel­ur það ná­lægt 14 millj­ón­ir á 3 árum frá hruni.

Ná­grann­inn hef­ur ekki borgað krónu. Ég fæ ekki krónu niður­fellda og hon­um er boðið gull og græn­ir skóga bara ef hann byrj­ar að borga aft­ur. Hvar er rétt­lætið? Hann fær að byrja með ca 85% veðsetn­ingu núna og við stönd­um 110% á sama tíma eft­ir að hafa greitt marg­ar millj­ón­ir. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að gera neitt fyr­ir þá sem voru óheppn­ir í hrun­inu. En er ekk­ert hægt að gera eitt­hvað fyr­ir þá sem stóðu sína vakt og hl­ustuðu á Jó­hönnu í sjón­varp­inu sem grátbað fólk um að halda áfram að borga sama hvað gengi á. Í dag líður mér eins og ASNA að hafa hlustað á hana og yfir höfuð lagt þetta á fjöl­skyld­una að setja af­borg­an­ir af hús­inu í for­gang yfir fjöl­skyld­una. Við hefðum getað t.d. skroppið einu sinni  á ári til sól­ar­landa, eytt tíma sam­an og sleppt því að vinna þess­ar 30-40 yf­ir­vinnu­stund­ir á mánuði til að ná að borga af hús­inu.  Þá væri skuld­astaða heim­il­ins í „leiðrétt­ingu” um þess­ar mund­ir.

„Lær­dóm­ur minn af þessu er að verða: Greidd skuld er glatað fé. Er mark­visst verið að refsa þeim sem borguðu?" spyr maður­inn.

Heimasíða Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert