Mest fækkar á spítölunum

Starfsmönnum Landspítalans hefur fækkað mikið frá hruni. Fækkunin er minni …
Starfsmönnum Landspítalans hefur fækkað mikið frá hruni. Fækkunin er minni hjá flestum öðrum stofnunum og sums staðar er fjölgun.

Stöðugildum starfsmanna ríkisins fækkaði frá 2008 til 2010 um 888 eða 4,9%. Þar af fækkaði starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu um 508 eða um 7%. Ekkert ráðuneyti hefur þurft að taka á sig jafn mikla fækkun og heilbrigðisráðuneytið. Störfum fækkaði á Landspítala um 308 eða 7,9%.

Fækkun starfa á spítalanum hefur haldið áfram á þessu ári og er orðin meiri en 9% frá hruni.

Fækkun starfa í menntakerfinu er mun minni en í heilbrigðiskerfinu. Fækkun starfsmanna í framhaldsskólunum er 3,4% og 3,6% í háskólunum. Fækkun starfa í æðstu yfirstjórn landsins er 2,6%. Starfsfólki dómstólanna hefur heldur fjölgað, en veruleg fækkun hefur orðið hjá sýslumannsembættunum.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að starfsfólki hefur fjölgað hjá stofnunum sem álag hefur verið hjá sem rekja má beint og óbeint til hrunsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert