Styrmir: Forsetinn hyggur á endurkjör

Styrmir Gunnarsson skrifar daglega um íslensk stjórnmál á vef Evrópuvaktarinnar.
Styrmir Gunnarsson skrifar daglega um íslensk stjórnmál á vef Evrópuvaktarinnar. Ragnar Axelsson

„Það er aug­ljóst að Ólaf­ur Ragn­ar vill vera for­seti áfram. Hann tel­ur væn­leg­asta kost­inn til þess að berja svo á fyrri sam­herj­um sín­um í Alþýðubanda­lag­inu að hann hljóti vin­sæld­ir út á það meðal Sjálf­stæðismanna og nái end­ur­kjöri út á stuðning þeirra,“ skrif­ar Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, um for­seta­deil­una.

Tel­ur rit­stjór­inn fyrr­ver­andi Ólaf Ragn­ar eiga marga stuðnings­menn vísa í Sjálf­stæðis­flokkn­um vegna fram­göngu for­set­ans í Ices­a­ve-deil­unni. Vinstri menn und­ir­búi hins veg­ar „leðjuslag“ gegn for­set­an­um, kjósi hann á annað borð að bjóða sig fram næsta vor.

Fram kom á vef­miðlum í gær að for­set­inn hefði fest kaup á ein­býl­is­húsi í Mos­fells­bæ. Mætti túlka það sem vís­bend­ingu um að for­set­inn muni ekki bjóða fram krafta sína fimmta kjör­tíma­bilið í röð.

Gaml­ar glæður frá Alþýðubanda­lag­inu

Styrm­ir set­ur for­seta­deil­una í sögu­legt sam­hengi og velt­ir þeirri spurn­ingu upp hvort framund­an sé upp­gjör hjá vinstri mönn­um í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Má í þessu sam­hengi geta þess að Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur og Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra tengdu í gær orðahnipp­ing­ar for­set­ans og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar við átök inn­an Alþýðubanda­lags­ins fyr­ir rúm­um ald­ar­fjórðungi.

Geta áhuga­sam­ir nálg­ast tíma­ás for­seta­deil­unn­ar hér en á hann vant­ar yf­ir­lýs­ingu Hug­ins Freys Þor­steins­son­ar, aðstoðar­manns Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra, um að bjór sé í boði til þess sem geti bent á meint viðtal við Stein­grím sem for­set­inn segi að hafi komið orra­hríðinni af stað. En Stein­grím­ur og for­set­inn elduðu að sögn Guðna grátt silf­ur sam­an í Alþýðubanda­lag­inu forðum daga. Þá vant­ar á ás­inn áskor­un Björns Vals Gísla­son­ar, þing­manns VG, til Ólafs Ragn­ars í gær þar sem skorað er á for­set­ann að skýra orð sín. 

Komn­ir í hár sam­an

Styrm­ir rær á svipuð mið þegar hann skrif­ar á vef Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar í morg­un:

„Er framund­an eitt alls­herj­ar upp­gjör vinstri manna á Íslandi í kosn­ing­um á næstu tveim­ur árum? Það er freist­andi að ætla að svo sé. For­set­inn og ráðherr­arn­ir í fyrstu ómenguðu vinstri stjórn Íslands­sög­unn­ar eru komn­ir í hár sam­an. Það er aug­ljóst að Ólaf­ur Ragn­ar vill vera for­seti áfram. Hann tel­ur væn­leg­asta kost­inn til þess að berja svo á fyrri sam­herj­um sín­um í Alþýðubanda­lag­inu að hann hljóti vin­sæld­ir út á það meðal Sjálf­stæðismanna og nái end­ur­kjöri út á stuðning þeirra.

Þetta er ekki al­veg gal­in hug­mynd hjá for­set­an­um. Það eru ótrú­lega marg­ir stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins til­bún­ir til að veita hon­um stuðning vegna fram­göngu hans í Ices­a­ve-mál­inu. Eft­ir því, sem hann skamm­ar ráðherr­ana í nú­ver­andi rík­is­stjórn meira fyr­ir aum­ingja­skap þeirra í Ices­a­ve-mál­inu er lík­legt að fylgi hans í kjós­enda­hópi Sjálf­stæðis­flokks­ins vaxi. Þetta er óneit­an­lega at­hygl­is­verð þróun.

Úrslita­orr­ust­an verður háð í for­seta­kosn­ing­un­um á næsta ári. Þá munu vinstri menn tjalda öllu til í því skyni að fella Ólaf Ragn­ar. Það verður svo­kallaður leðjuslag­ur. Verði þeim að góðu.

Í þing­kosn­ing­un­um 2013 munu Sam­fylk­ing og Vinstri græn­ir berj­ast til blóðs. VG hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af úr­slit­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Nor­egi, þar sem syst­ur­flokk­ur þeirra Sósialistiske ven­stre beið af­hroð og vin­kona Stein­gríms J. Krist­ín Hal­vor­sen átti ekki ann­an kost en til­kynna að hún gæfi ekki kost á sér á ný, sem leiðtogi flokks­ins. VG tel­ur að ástæðan fyr­ir fylg­istapi SV sé að flokk­ur­inn hafi verið orðinn of lík­ur Verka­manna­flokkn­um. Norska dag­blaðið Af­ten­posten seg­ir að valda­hroki ráðherra SV sé ástæðan fyr­ir af­hroðinu.

Flokk­arn­ir tveir munu ríf­ast um hvor þeirra beri ábyrgðina á stöðnun í at­vinnu­mál­um á Íslandi. Þá mun koma upp á yf­ir­borðið langvar­andi gremja Sam­fylk­ing­ar í garð VG vegna þess, að VG hef­ur í raun stöðvað stóriðju­fram­kvæmd­ir á Íslandi.

Vinstri græn­ir munu berj­ast inn­byrðis um það hver þeirra beri mesta ábyrgð á svik­un­um við kjós­end­ur í ESB-mál­um. Og Stein­grím­ur J.mun eiga í vök að verj­ast vegna þeirr­ar tvö­feldni, sem hann hef­ur sýnt í Magma-mál­um.

Og loks má bú­ast við því að hinir út­skúfuðu í Sam­fylk­ing­unni, gaml­ir Alþýðuflokks­menn, leiti sér að nýj­um vett­vangi í póli­tík­inni.

Á ár­un­um 2012 og 2013 munu vinstri menn á Íslandi gera upp all­ar óupp­gerðar sak­ir í sín­um hópi, sem í sum­um til­vik­um eiga sér ræt­ur upp úr miðri 20. öld­inni. Og Ólaf­ur Ragn­ar verður í miðpunkti þess upp­gjörs - þar sem hann hef­ur alltaf verið og vill vera,“ skrif­ar Styrm­ir Gunn­ars­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert