Telur hættu á að nýr vegur myndist

Í fyrrakvöld, í niðamyrkri, gengu tvær spænskar konur fram á …
Í fyrrakvöld, í niðamyrkri, gengu tvær spænskar konur fram á slóðann og ályktuðu að hann lægi að skálanum, sem hann gerir ekki. mbl.is/Sigurður

Skála­vörður í Fimm­vörðuskála Útivist­ar ger­ir at­huga­semd­ir við að ekið sé með vís­inda­menn upp brekku fyr­ir neðan Fimm­vörðuskála áleiðis að Eyja­fjalla­jökli. Hægt sé að fara aðra leið og betri og kom­ast þannig hjá því að spilla ásýnd vin­sæls göngu­lands.

Síðast á mánu­dag var belta­bíl Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Hellu ekið með vís­inda­menn frá Bald­vins­skála, sem marg­ir þekkja bet­ur sem Fúkka, upp bratt­an hrygg­inn og þaðan á Eyja­fjalla­jök­ul. Sama leið hef­ur oft verið notuð til að fara með vís­inda­menn á jök­ul­inn.

Al­menn­ur akst­ur upp á Skóga­heiði er bannaður og aðeins ein­staka ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki, vís­inda­menn, björg­un­ar­sveit­ir og slík­ir mega fara þar um.

Sig­urður Sig­urðar­son, skála­vörður og þaul­van­ur ferðamaður, bend­ir á að brekk­an sé að öðru leyti nán­ast ósnort­in. För­in sjá­ist víða að, m.a. af göngu­leiðinni um Fimm­vörðuháls.

Sig­urður seg­ir að ekki sé um nein­ar stór­kost­leg­ar skemmd­ir að ræða og þær sé hugs­an­lega hægt að laga með því að raka yfir þær. Hætt­an sé sú að för­in eft­ir belta­bíl­inn verði til þess að fleiri fari sömu leið. Smám sam­an mynd­ist þarna veg­ur. „Ef við fáum jeppa, belta­bíla og hvaðeina trekk í trekk, þá er þetta ekki sniðugt. Þetta fer bara út í vit­leysu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert