Vilja ganga í ESB

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp, hyggst leggja fram tillögu um að gengið verði í Evrópusambandið, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á sunnudag.

„Við ætlum að leggja fram þessa tillögu því bæði ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknastofnun vinna gegn landsbyggðinni. Við vonumst til að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar og að hag okkar verði betur borgið þar inni,“ segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, í samtali við fréttavef Bæjarins besta.

Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert