„Afdalamennska og íhaldssemi“

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir andstöðu stjórnarandstöðunnar við fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu til marks um „afdalamennsku og íhaldssemi“. Með breytingunum yrði stigið skref í átt til þess fyrirkomulags sem sé á Norðurlöndum.

„Ég tel að það séu gild og góð fyrir þessum breytingum. En det skal to til,“ sagði Steingrímur og sletti á dönsku.

Þá vísaði fjármálaráðherra til „tímamótaræðu“ Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um frumvarpið í gær þar sem hún hafi sagt það í anda þeirra hugmynda sem flokkurinn viðraði árið 2009.

Umræður um stjórnarráðsmálið á Alþingi í gær er hægt að nálgast hér en Siv var fyrst á mælendaskrá í þessari lotu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert