Alþingis að semja frumvarpið

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Eggert

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í kvöld að frumkvæðið að samningu stjórnarráðsfrumvarpsins hefði átt að koma frá Alþingi. Hann sagðist jafnframt hafa sett sig upp á móti þeirri vinnu sem að baki frumvarpinu lá innan ríkisstjórnarinnar.

Jón kom upp í ræðustól í andsvörum og hóf mál sitt á því að taka fram, að hann hefði ekki sakað einn né neinn um málþóf í þessari umræðu. Hann hefði sjálfur talað fyrir málstað og gagnrýnt ríkisstjórn fyrir framkvæmd og háttalag sitt í stjórnarandstöðu og fundist hún oft beita harðri valdbeitingu.

Hann sagðist þeirrar skoðunar að styrkja bæri stöðu þingsins, en í frumvarpinu væru ákvæði sem færðu vald frá þinginu til framkvæmdavaldsins. Einnig sagðist hann vera á þeirri skoðun að í meðhöndlun á skýrslu þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna hefði Alþingi sjálft átt að eiga frumkvæði að því að semja frumvarp um breytta stjórnunarhætti sem bæði taka á löggjafarsamkomunni og samskiptum milli Alþingis og framkvæmdavaldsins.

„Þess vegna var ég ekki sammála því þegar þetta frumvarp kom fram í ríkisstjórn, eða vinnunni sem að baki því var með þeirri skýrslu sem hér hefur verið nefnd, þ.e. að hún hafi verið notuð til að semja þetta frumvarp sem hér er. Því það er liður í sömu valdbeitingunni og ég barðist gegn á þingi hér sem þingmaður í stjórnarandstöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert