Þau vinnubrögð Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að meina formönnum þingflokkanna um fund síðan á mánudag eru „fáheyrð“, að mati Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Birkir Jón gagnrýndi þingforseta harðlega og sagði honum hafa láðst að setja á dagskrá þingfunda mál sem samstaða hefði verið um að taka fyrir á svokölluðum hauststubbi þingsins.