„Forseti Alþingis neitar að setja þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun á dagskrá fyrr en búið er að ná sátt um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Stjórnarráð Íslands,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Umræður standa nú yfir á Alþingi um frumvarp stjórnvalda um breytingar á stjórnarráðinu.
„Heilbrigðisnefnd afgreiddi málið úr nefnd eftir vandaða vinnu þar sem meirihluti nefndarinnar samþykkti tillöguna, en nú er málið stopp vegna þess að forsætisráðherra ætlar að beita öllum brögðum til þess að knýja í gegn þetta gæluverkefni sitt. Mér finnst þetta afar dapurleg vinnubrögð,“ segir Ragnheiður.
Facebook-síða Ragnheiðar Elínar Árnadóttur