Gagnrýndi frumvarp Jóhönnu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ræðustól á á Alþingi.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ræðustól á á Alþingi. Ernir Eyjólfsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í svari við spurningu frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á AlÞingi í kvöld að það væri rétt að hann hefði sett fyrirvara við stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þegar það var til umfjöllunar í ríkisstjórn.

,,Sú gagnrýni sem ég setti fram á sínum tíma við skýrslu Gunnars Helga Kristinssonar prófessors, sem frumvarpið er unnið upp úr, er þungamiðjan í gagnrýni minni á frumvarpið. það er að segja aukin miðstýring innan stjórnarráðsins," sagðí Ögmundur. Hann bætti við að mikilvægt væri að ná víðtækri sátt um þessi mál og samskipti ríkisstjórnar og þings.

 Jón Bjarnason sjávaútvegsráðherra gagnrýndi einnig frumvarpið í umræðunum í kvöld. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert