Hanna Birna nýtur mikils stuðnings

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Fleiri styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en Bjarna Benediktsson í formann Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Umtalsverður stuðningur ver við Hönnu Birnu meðal kjósenda annarra flokka. MMR kannaði hvort almenningur vildi heldur Bjarna Benediktsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu en 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna og 27,9% vildu hvorugt þeirra. Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum vildu 66,3% heldur að Hanna Birna gegndi formannsembættinu, 26,4% vildu heldur að Bjarni yrði áfram formaður og 7,3% vildu hvorugt þeirra.

Stuðningur við Hönnu Birnu reyndist jafnframt umtalsverður meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna eða á bilinu 47,8% til 59,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert