Ný margmiðlunarsýning Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um loftslagsmál var frumsýnd á Gamla Bauk á Húsavík nú í kvöld. Eftir sýninguna fóru fram pallborðsumræður þar sem fræðimenn sátu fyrir svörum. Sýnt var beint frá sýningunni um allan heim.
Voru það þau Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Halldór Björnsson veðurfræðingur og Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna, sem sátu fyrir svörum. Var sýningin sýnd um allan heim á sólahring og hófst klukkan 19:00 í hverju tímabelti.