„Ryðgaðir önglar“ í Magma-málinu

„Menn geta haldið áfram að fiska með sína ryðguðu öngla í hvaða gruggugu vatni sem menn vilja,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðislokksins, um Magma-málið.

Tilefnið var fyrirspurn Jóns um minnisblað og gögn sem honum hefðu borist í hendur vegna málavöxtu í Magma-málinu. Snerist fyrirspurnin um samskipti fjármálaráðherra og kanadíska fjárfestisins Ross Beaty.

Steingrímur vísaði til umræðu um málið í iðnaðarnefnd í gær.

„Við áttum ágæta fundi í iðnaðarnefnd í gærmorgun,“ sagði Steingrímur og bætti því við að þar hefði verið farið vandlega yfir málið. „Mér fannst blóðugt að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins gengi úr greipum okkar,“ sagði fjármálaráðherra síðar í ræðu sinni og kvaðst hafa uppskorið „svikabrigsl“ fyrir aðkomu sína að málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert