Segja Steingrím og Jóhönnu stjórna þinginu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag spurt ítrekað að því hverjir stjórni störfum Alþingis og lýst efasemdum sínum um að það sé forseti þingsins. Hafa þeir vísað í því sambandi til funda forsetans með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á meðan þingfundur hefur farið fram í dag.

Þar með væri það framkvæmdavaldið sem væri að stýra Alþingi að sögn stjórnarandstöðuþingmanna. Stjórnarliðar hafa alfarið hafnað þessum ásökunum og sagt augljóst að forseti Alþingis stjórnaði störfum þingsins. Um það þyrfti ekki að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert