Segja stjórnvöld hafa breytt um stefnu

Bergur Elías Ágústsson.
Bergur Elías Ágústsson. mbl.is

Alcoa á Íslandi segir í yfirlýsingu að íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafi undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers á Bakka við Húsavík.

Þá segir Alcoa „nýjustu fréttir benda til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa munum við meta hvaða áhrif það hefur á Alcoa og mögulega fjárfestingu á Bakka.“

Tilefni yfirlýsingarinnar er orð Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í fyrradag um að hún teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvörðun um byggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra tækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka.

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, sagði ekkert hafa breyst af hálfu sveitarfélagsins varðandi byggingu álvers á Bakka. Alcoa hefði sýnt svæðinu áhuga og samstarfið við það hefði nú staðið í um fimm ár og verið ánægjulegt.

„Það er ljóst að það varð ákveðin stefnubreyting í þessum málum af hálfu stjórnvalda,“ sagði Bergur. Hann sagði að verkefnið hefði verið tafið um tvö og hálft ár þegar álverið og orkuöflunin var sett í sameiginlegt mat í ágúst 2008. Ekki væri hægt að kenna Alcoa um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert