Skaflinn er á síðustu metrunum

Í gær var skaflinn lítt annað en tvær litlar fannir.
Í gær var skaflinn lítt annað en tvær litlar fannir. mbl.is/Árni Sæberg

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði tórir enn, þótt hann sé að þrotum kominn. Raunar eru ekki eftir nema tvær litlar fannir og framtíð þeirra í meira lagi tvísýn. Þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið þar yfir í gær sást vel hversu lítið er eftir.

Næstu dagar munu skera úr um hvort skaflinn lifir af eða hverfur.

Ef eingöngu er byggt á sögunni undanfarin ár eru lífslíkur skaflsins ekki sérlega góðar. Frá árinu 2001 til 2010 hefur hann nefnilega horfið á hverju einasta ári.

Í umfjöllun um skaflinn í Morgunblaðinu í dag segir, að baráttan sé þó ekki alveg vonlaus. Þrátt fyrir að sólin hafi skinið á Esjuna undanfarna daga hefur verið frekar kalt þar uppi og frost að næturlagi sem hefur auðvitað hert skaflinn í baráttunni í við bráðnunina. Páll Bergþórsson bendir á hinn bóginn á að nú sé spáð hlýindum og jafnvel rigningu fram yfir helgi. Líklega muni sjást lítið upp til Esjunnar á meðan en hverfi skaflinn ekki við þetta, gæti hann dugað til vetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert