Þingfundur verður lengdur

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti þingsins
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti þingsins Ómar Óskarsson

Þingfundur verður lengdur í dag svo tími gefist meðal annars til að ræða stjórnarráðsfrumvarpið. Var þetta gert að tillögu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta og samþykkt með 28 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni en þrír sátu hjá.

Fjörutíu og sex þingmál bíða meðferðar á Alþingi í dag, að því er fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á þinginu í morgun. Guðlaugur Þór segir að sér sýnist sem 15 málum hafi verið bætt við í morgun. Það sé til vitnis um að þingið sé „stjórnlaust“.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, leiðrétti Guðlaug Þór og sagði það „bitamun en ekki fjár“ að 49 mál en ekki 46 bíði afgreiðslu þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert