Stúlka var bitin af hundi í Hafnarfirði í gær. Hún var á reiðhjóli í Suðurbænum þegar þetta gerðist en hundurinn beit hana í fótinn svo á sá. Hundurinn fannst eftir leit lögreglu í nágrenninu og var fangaður. Eigandi hans var hinsvegar hvergi sjáanlegur en viðkomandi var á vettvangi þegar hundurinn beit stúlkuna.
Síðdegis fékk lögreglan aðra tilkynningu þar sem hundur kom við sögu. Sá glefsaði í konu í Ártúnsholti í Reykjavík en við það skemmdist fatnaður hennar, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.