Samþykkt var á sameiginlegum fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að leggja áherslu á að framkvæmdir vegna jarðgangagerðar á Austurlandi komi ekki í veg fyrir eðlilegar samgöngubætur á svæðinu.
Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að framkvæmdir við veg yfir Öxi fari inn á samgönguáætlun og að fjármunum verði ráðstafað til þess verkefnis þannig að framkvæmdum megi ljúka fyrir lok árs 2013.
Jafnframt samþykkti fundurinn að vinna áfram að þróun á samstarfi sveitarfélaganna tveggja og er bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs og sveitarstjóra Djúpavogshrepps falið að undirbúa sérstakan fund sveitarstjórnanna þar sem þau mál verði til umfjöllunar.