Eitur í eyfirskum kræklingi

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

PSP (lömunareitur) og DSP (niðurgangseitur) hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þörungaeitursgreiningar reyndist magn PSP og DSP vera yfir viðmiðunarmörkum Matvælastofnun varar því við sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Þörungaeitursgreining sem framkvæmd var þann 11.9.2011 sýndi að magn PSP er yfir viðmiðunarmörkum eða 1545µg/kg en mörkin eru 800µg/kg.

Alexandrium eiturþörungar sem orsaka PSP eitrun í skelfiski hafa verið viðvarandi í Eyjafirði frá því í maí í vor með tilheyrandi uppsöfnun af PSP eitri í skel af svæðinu. Þrátt fyrir að Alexandrium eiturþörungar sem valda PSP eitrun hafi ekki greinst í Eyjafirði í síðustu viku er PSP eitur ennþá yfir viðmiðunarmörkum.

Á sama tíma hefur Dinophysis þörungum sem valda DSP eitrun fjölgað og DSP eitur greinst í krækling yfir viðmiðunarmörkum. Á heimasíðu stofnunarinnar má sjá allar niðurstöður mælinga á eiturþörungum og þörungaeitri.

Þar má sjá hvaða veiði- og ræktunarsvæði eru opin til uppskeru og hver lokuð vegna þörungaeitrunar. Á sama tíma og mikið magn af eitruðum þörungum hefur greinst í Eyjafirði hafa þeir varla sést í Breiðafirði og því hafa ræktunarsvæðin þar verið opin til uppskeru í allt sumar.

Á heimasíðu MAST má jafnframt finna upplýsingar um helstu gerðir þörungaeiturs og áhrif þeirra.

Uppfært 16.55

Lesandi mbl.is benti á að samkvæmt heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar um vöktun eiturþörunga í Eyjafirði hafi verið varað við neyslu kræklings á svæðinu frá því í júlí í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert