Ellefu þúsund í meðferð

Sjúkrahúsið Vogur.
Sjúkrahúsið Vogur. Heiðar Kristjánsson

Yfir ellefu þúsund manns leituðu sér meðferðar vegna ofnotkunar áfengis og lyfja á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi. Byggist svar ráðherra á tölum frá landlækni og helstu meðferðarstofnunum.

Sá fyrirvari er þó á tölunum að sami einstaklingur getur farið í innlagnarmeðferð og í meðferð dag- og göngudeilda á sömu stofnun innan hvers árs og geta þeir því verið taldir oftar en einu sinni.

Í tölunum kemur fram að 5.676 manns hafi leitað sér meðferðar hjá SÁÁ á Vogi, 1.537 á Landspítalanum, 3.827 í Hlaðgerðarkoti, 115 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 51 hjá Krýsuvíkursamtökunum. Eru þetta samanlagðar tölur þeirra sem gengust undir innlagnarmeðferð og meðferð á dag- eða göngudeild á hverjum stað. Alls gera þetta 11.206 heimsóknir á meðferðarstofnanir.

Svar velferðarráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert