Fjalladrottningin og hirð hennar

Fjalladrottningin Herðubreið og hirð hennar
Fjalladrottningin Herðubreið og hirð hennar mbl.is/Ómar

„Loksins tókst þetta,“ sagði Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður um mynd sem hann náði úr flugvél í fyrradag.

Hún sýnir Kollóttudyngju fremst, svo fjalladrottninguna Herðubreið og við hlið hennar Herðubreiðartögl. Fjærst rís Snæfellið, hæst íslenskra fjalla utan jökla. Kollóttadyngja er ein af mörgum dyngjum á einu mesta dyngjusvæði heims. Venjulega fellur hún inn í svart landslagið að sumri og hvítt að vetri en í fyrradag skar hún sig úr vegna fölsins sem fallið var á dyngjukollinn og sást mjög greinilega.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, en hann ber upp á fæðingardag Ómars Þ. Ragnarssonar, 16. september. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að deginum verður fagnað með fjölbreyttri dagskrá víða um land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert