Fjórar milljónir í súginn

Kennararnir kanna leiðir til að knýja Iceland Express til bóta.
Kennararnir kanna leiðir til að knýja Iceland Express til bóta.

Sextíu kennurum frá Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur verið gert að greiða rúmlega fjórar milljónir króna vegna pöntunar á hótelgistingu í Boston, en hópurinn kemst ekki á áfangastað vegna þess að Iceland Express felldi niður flugferðir til Boston.

Ekki tókst að finna aðra leið til að koma farþegum á áfangastað; því var námsferð kennaranna felld niður.

Hildur Björnsdóttir, talsmaður kennaranna, segir að sér hafi verið bent á að samkvæmt reglugerð um réttindi flugfarþega beri flugfélagi skylda til að koma flugfarþegum til áfangastaðar með öðrum leiðum ef flug er fellt niður. Iceland Express hafi ekki virt þessa reglugerð. „Við höfum farið fram á að flugfélagið borgi þennan kostnað en þeir neita því.“

Hótelkostnaður er ekki inni í umræddri reglugerð en Hildur segir augljóst að kostnaðurinn sé tilkominn vegna þess að flugfélagið kom þeim ekki á áfangastað. „Við erum nú að leita ráða hjá lögfræðingum um næstu skref.“

44 kvartanir vegna Iceland Express

Það sem af er þessu ári hefur Flugmálastjórn afgreitt 62 kvartanir frá farþegum vegna þess að flugi hefur verið aflýst, vegna seinkana á flugi eða af öðrum ástæðum. Í flestum tilvikum hefur flugfélögunum verið gert að greiða bætur. Af þessum 62 kvörtunum eru 44 vegna Iceland Express, 17 vegna Icelandair og ein vegna Flugfélags Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert