Forsetinn fundar um skuldir heimilanna

Bessastaðir og Hallgrímskirkja
Bessastaðir og Hallgrímskirkja Ómar Óskarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Sturlu Jónssyni og Arngrími Pálmasyni um fjármál einstaklinga og samskipti þeirra við bankastofnanir og opinbera aðila.

Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins en ekki er greint frá efni fundarins að öðru leyti.

Þá átti forsetinn fund Arngrími Jóhannssyni flugkappa „um nýjar reglur sem setja framtíð áhugamannaflugs og svifflugs á Íslandi verulegar skorður og draga úr möguleikum venjulegra borgara á að sinna slíkum áhugamálum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert