Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga

Grafreitur Siðmenntar. Lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt hafa kvartað undan …
Grafreitur Siðmenntar. Lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt hafa kvartað undan ójafnræði í lögum um skráð trúfélög.

Unnið er að frum­varpi í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu um breyt­ing­ar á lög­um um skráð trú­fé­lög til þess að tryggja jafn­ræði lífs­skoðun­ar­fé­laga og trú­fé­laga. Verður það lagt fram á kom­andi þingi. Kem­ur þetta fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Bald­urs Þór­halls­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í svar­inu kem­ur fram að ráðuneytið hafi haft til skoðunar þau sjón­ar­mið sem sett hafa verið fram um að ójafn­ræði sé í því fólgið að fé­lög­um sem aðhyll­ast til­tek­in trú­ar­brögð sé heim­iluð form­leg skrán­ing á grund­velli laga um skráð trú­fé­lög, nr. 108/​1999, með þeim rétt­ind­um og skyld­um sem því fylg­ir, en að sama eigi ekki við um svo­kölluð lífs­skoðun­ar­fé­lög sem ekki aðhyll­ast trú­ar­leg­ar kenni­setn­ing­ar en miða starf­semi sína við siðferðis­gildi og mann­rækt.

Á það hafi verið bent að stjórn­völd styrki enn frem­ur eig­in­leg trú­fé­lög beint með inn­heimtu sókn­ar­gjalda en ver­ald­leg lífs­skoðun­ar­fé­lög, sem vilja veita sömu þjón­ustu til sinna fé­lags­manna, fái eng­an stuðning.    

Seg­ir enn frem­ur í svar­inu að ráðuneytið telji mik­il­vægt að þessi umræða fari fram og það hafi í hyggju að leggja fyr­ir Alþingi frum­varp til breyt­inga á lög­um um skráð trú­fé­lög á kom­andi lög­gjaf­arþingi, sem og öðrum lög­um eft­ir því sem við á, en mark­mið þeirra breyt­inga yrði að tryggja jafn­ræði hvað þetta varðar.

Svar inn­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert