Mikill stuðningur við hópmálsókn

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is / Hjörtur

„Þetta er fólk sem átti litl­ar upp­hæðir sem hafa glat­ast. Svo er þarna á ferð fólk sem af stolti sínu átti upp­haf­leg bréf í Eim­skipa­fé­lagi Íslands og sá þau allt í einu hverfa,“ seg­ir Ólaf­ur Krist­ins­son, héraðsdóms­lögmaður, um viðbrögð við áskor­un hans um vitna­mál gegn Björgólfi Thor Björgólfs­syni vegna falls Lands­bank­ans.

Eins og fram hef­ur komið á frétta­vef Morg­un­blaðsins birt­ist í vik­unni heilsíðuaug­lýs­ing í Morg­un­blaðinu þar sem kom fram að fyrr­ver­andi hlut­haf­ar í Lands­bank­an­um ynnu nú að und­ir­bún­ingi vitna­máls gegn Björgólfi Thor Björgólfs­syni, fyrr­ver­andi eig­anda bank­ans.

Ólaf­ur Krist­ins­son lögmaður var skráður fyr­ir aug­lýs­ing­unni en þar sagði að hlut­haf­ar tæp­lega 3% hluta­fjár Lands­bank­ans fyr­ir fall bank­ans hefðu staðfest stuðning sinn við málið og vænt­an­leg­ur rekst­ur þess hefði þegar verið fjár­magnaður.

Líf­eyr­is­sjóðir sýna áhuga

Ólaf­ur seg­ir fjölda fólks hafa lýst yfir stuðningi við hóp­mál­sókn gegn Björ­ólfi.

„Ég hef einnig fengið stuðnings­yf­ir­lýs­ingu frá tveim líf­eyr­is­sjóðum og mun fá svar frá stór­um líf­eyr­is­sjóðum fyr­ir eða rétt eft­ir helg­ina. Ég er að skora á fólk að hafa sam­band og lýsa yfir stuðningi við að reyna að ná fram ein­hverj­um skaðabót­um, eða rétt­læti. Til að byrja með á að fara í vitna­mál. Þetta fel­ur ekki í sér nein­ar fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Eft­ir því sem fleiri taka þátt í áskor­un um að fara í vitna­mál þeim mun meira vægi hef­ur hún fyr­ir dómi.“

Ólaf­ur seg­ir sem fyrr seg­ir að marg­ir hafi haft sam­band út af áskor­un­inni.

„Þetta er fólk sem átti litl­ar upp­hæðir sem hafa glat­ast. Svo er þarna á ferð fólk sem af stolti sínu átti upp­haf­leg bréf í Eim­skipa­fé­lagi Íslands og sá þau allt í einu hverfa. Svo hafa marg­ir eldri borg­ar­ar sett sig í sam­band við mig sem hafa tapað háum fjár­hæðum. Til mín hafa einnig komið tveir líf­eyr­is­sjóðir sem og full­trúi fimm stórra líf­eyr­is­sjóða,“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert