Þingfundur er nú hafinn á Alþingi en fundahöld hafa verið í dag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um framgang mála. Byrjað er að ræða um önnur mál en frumvarpið um stjórnarráð Íslands, sem deilt hefur verið um undanfarna daga.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, upplýsti að samkomulag væri um að ljúka tilteknum málum, sem samkomulag væri um. Síðan verður gert hlé á þingfundi vegna þingflokksfunda.