Ráðuneytaskipan háð samþykki Alþingis

mbl.is / Hjörtur

Samkomulag hefur náðst á milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um það atriði í frumvarpi til breytinga á Stjórnarráðinu sem mest hefur verið deilt um. Það er með hvaða hætti ákveðinn verði fjöldi ráðuneyta og verkefni þeirra.

Samkvæmt heimildum mbl.is felst samkomulagið í megindráttum í því að forsætisráðherra muni ekki geta tekið einn ákvörðun í þeim efnum heldur verði að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem verði að hljóta meirihlutasamþykki.

Gert er ráð fyrir að frumvarpið fari nú til umfjöllunar í nefndum þingsins þar sem gerðar verði breytingar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert