Ragnar Axelsson hlýtur umhverfisverðlaun

Ragnar Axelsson og Svandís Svavarsdóttir
Ragnar Axelsson og Svandís Svavarsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Axelsson ljósmyndari á Morgunblaðinu hlaut  fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins sem veitt voru í fyrsta sinn í dag á Degi íslenskrar náttúru. Hlýtur hann verðlaunin fyrir að beina sjónum að náttúruvernd og samspili manns og náttúru í verkum sínum.

Tilnefningar til verðlaunanna voru auk Ragnars:

Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska náttúru í greinarflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaðamennirnir Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann grafík, Sigurbjörg Arnarsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson sem brutu flokkinn um og flestar ljósmyndir tóku Ómar Óskarsson og Ragnar Axelsson.

Steinunn Harðardóttir stjórnandi þáttarins Út um græna grundu á Rás 1 fyrir umfjöllun um íslenska náttúru, umhverfið og ferðamál.

Svavar Hávarðsson blaðamaður Fréttablaðsins fyrir ítarlega umfjöllun um mengun sem ógnar náttúru og fólki.

Verðlaununum er ætlað er að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda í þágu komandi kynslóða.

Verðlaunagripurinn er listmunur hannaður af Finni Arnari Arnarsyni.

Í dómnefnd vegna verðlaunanna sitja María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir.

Ragnar Axelsson er þekktur fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru
Ragnar Axelsson er þekktur fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert