Rúm 20% styðja Besta flokkinn

Besti flokkurinn fór með sigur af hólmi í borgarstjórnarkosningum í …
Besti flokkurinn fór með sigur af hólmi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR hefur gert.

Fylgi við Besta flokkinn breytilegt eftir hópum en MMR kannaði vilja fólks til að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu alþingiskosningum.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,4% landsmanna að það kæmi til greina að þeir myndu kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu kosningum. Þetta er breyting frá könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið í mars á þessu ári, en þá sögðu 25,5% að það kæmi til greina að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram til Alþingis.

Könnunin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert