Um 4.700 undirskriftir hafa nú safnast á vefsíðunni Skynsemi.is þar sem skorað er á Alþingi að leggja til hliðar umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Söfnunin hófst í síðustu viku en þær ástæður sem tilgreindar eru á vefsíðunni fyrir því að leggja beri umsóknina til hliðar eru m.a. þær að framtíð ESB og evrunnar sé óljós, ferlið sé kostnaðarsamt og að skoðanakannanir bendi til mikillar andstöðu við aðild.