Sagði sjálfstæði og virðingu Alþingis í húfi

Þuríður Backman og Atli Gíslason í þingsal Alþingis.
Þuríður Backman og Atli Gíslason í þingsal Alþingis. mbl.is/Ómar

Hörð gagnrýni kom fram í ræðu Atla Gíslasonar, alþingismanns, í umræðum á Alþingi aðfaranótt fimmtudags um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Stjórnarráðinu.

Sakaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að valda enn á ný deilum á lokadögum þingsins um mál sem legið hefði fyrir að væri umdeilt og nyti ennfremur ekki fulls stuðnings í ríkisstjórninni og jafnvel ekki á meðal almennra stjórnarþingmanna.

Þá gagnrýndi hann forgangsröðun ríkisstjórnarinnar enda væru breytingar á Stjórnarráðinu ekki forgangsmál með hagsmuni fólksins í landinu í huga. Önnur og mikilvægari mál sætu á hakanum.

Vitnaði Atli í ræðu sinni til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar undir hans forystu um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni þar sem foringjaræði er gagnrýnt og sagði þá gagnrýni eiga við um frumvarp ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið fæli í sér meðal annars að auka völd framkvæmdavaldsins á kostnað Alþingis. Sjálfstæði og virðing þingsins væri einfaldlega í húfi.

Hann sagði að þó Jóhanna Sigurðardóttir hefði sest í stól forsætisráðherra hefði stjórnmálamenningin á Alþingi ekki breyst. Stjórnvöld hefðu ekki tekið mið af skýrslu rannsóknarnefndar þingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert