Stjórnarráðsfrumvarp til 3. umræðu

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi greiddi í kvöld atkvæði um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands eftir aðra umræðu. Frumvarpið var samþykkt og gengur því til allsherjarnefndar og þriðju umræðu.

Breytingatillögur við frumvarpið frá meirihluta allsherjarnefndar voru samþykktar með 32 atkvæðum, 15 sögðu nei og einn greiddi ekki atkvæði. Fjarstaddir voru 14 þingmenn.

Frumvarpið með áorðnum breytingum var samþykkt með 31 atkvæði, 15 sögðu nei og einn greiddi ekki atkvæði. Við þessa atkvæðagreiðslu voru 16 þingmenn fjarstaddir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert